Vel heppnuð ungmennaráðstefna í Hvolnum

Forseti Íslands setti ungmennaráðstefnu sem haldin var á Hvolsvelli í dag í Hvolnum. Ungmennaráð Árborgar, í samstarfi við SASS, stóð að ráðstefnunni.

Þar komu saman fulltrúar ungmennaráða á Suðurlandi og starfsmenn þeirra frá þeim sveitarfélögum sem halda úti ungmennaráði. Að auki var áhugasömum ungmennum frá sveitarfélögum sem ekki halda úti slíku ráði boðið að taka þátt.

Um var að ræða tveggj daga viðburð en í gær var vinnudagur unga fólksins. Ráðstefnan sjálf fór svo fram í dag.

Helstu markmið ráðstefnunnar voru að virkja og styðja við ungmennaráð á svæðinu og að sveitarstjórnir sjái hin miklu tækifæri sem fylgja öflugu starfi ungmennaráða. Sveitarfélög sem ekki hafa nú þegar ungmennaráð voru hvött til þess að huga að stofnun þeirra og að finna leiðir til að einfalda aðkomu ungs fólks að ákvörðunartökuferli á sveitarstjórnarstiginu og auka áhuga þeirra á því ferli.

Ráðstefnan var styrkt af EUF, Evrópu unga fólksins.