Vel heppnað konukvöld í Lindex

Í gærkvöldi var haldið glæsilegt bleikt konukvöld í Lindex á Selfossi. „Það var hrikalega góð mæting og skemmtileg stemning,“ segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir hjá Lindex í samtali við sunnlenska.is.

Hafa safnað 20 milljónum
„Við höfum frá upphafi verið virk í að styðja baráttuna gegn brjóstakrabbameini á Íslandi og höfum í gegnum verslanir okkar safnað yfir 20 milljónum.“

„Þeir sem misstu af gjafapoka á Lindex kvöldinu í gær eiga enn möguleika á að fá því í kvöld er svo bleika boð Krabbameinsfélags Árnessýslu í Hótel Selfoss. Þetta er þeirra stærsti fjáröflunarviðburður og því frábært ef hægt væri að gera því góð skil. Þar verða lika Lindex gjafapokar fyrir fyrstu 100 gestina,“ segir Lóa að lokum.

Fyrri grein44 fyrirtæki framúrskarandi á Suðurlandi
Næsta greinJöklaleikhúsið leiklesið á Selfossi