Vel heppnaður íbúafundur

Á þriðjudag efndi bæjarstjórn Ölfuss til íbúafundar til að kynna málefni sveitarfélagsins. Þrjátíu manns mættu á fundinn sem þótti heppnast vel.

Þarna voru mættir bæjarfulltrúar, formenn nefnda og forstöðumenn til að kynna mismunandi málaflokka hjá sveitarfélaginu. Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar kynntu fjármálin, skipulagsmál og atvinnumál og formenn nefnda og forstöðumenn kynntu stöðu mála í einstökum málaflokkum.

Fundargestir fengu góða yfirsýn yfir málefni sveitarfélagsins og í kjölfar erinda gafst fundargestum kostur á að tjá sig eða koma með fyrirspurnir og í hléinu var boðið upp á súpu og brauð.

Fyrri greinSögulegt stallarakjör í ML
Næsta greinSkjálftaskjól, Oz og Tvisturinn áfram