Vel heppnaðir íbúafundir í Rangárþingi eystra

Í gær voru haldnir tveir íbúafundir í Rangárþingi eystra, á Heimalandi og Hvolsvelli. Íbúar tóku virkan þátt í umræðunum sem sköpuðust og komu með ábendingar og fyrirspurnir.

Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, stýrði fundunum og var sá fyrri haldinn á Heimalandi, þar sem á þriðja tug íbúa voru mættir og seinni fundurinn var í Hvolsskóla þar sem um 60 manns mættu.

Málshefjendur fóru yfir ýmis málefni, s.s. peningaflæði og skuldastöðu, málefni Hvolsskóla og Leikskólans Arkar, bygginga- og skipulagsmál, uppbyggingu ferðamannastaða, uppákomur sumarsins í Rangárþingi eystra og íþrótta- og æskulýðsmál.

Íbúar tóku virkan þátt í umræðunum sem sköpuðust og komu með ábendingar og fyrirspurnir um meðal annars sorpmál, ljósleiðaravæðingu fyrir dreifbýlið, umferðaröryggi, leikskólagjöld, mötuneyti skólanna og forvarnir. Farið verður vel yfir allar ábendingar og fyrirspurnir sem upp komu.

Fyrri greinStækkun friðlandsins í Þjórsárverum kynnt
Næsta greinFimm á sjúkrahús eftir bílveltu