Vel heppnaðar ungmennabúðir í Hveragerði

Ungmennabúðir Lions voru haldnar í Hveragerði dagana 9. til 24. júlí sl. Tólf ungmenni frá jafnmörgum löndum tóku þátt.

Ungmennin komu frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Hollandi, Belgíu, Þýskalandi, Sviss, Austurríki, Ítalíu, Tyrklandi og Ísrael.

Nokkrir Lionsklúbbar fóru svo með ungmennin í kynningarferðir vítt og breytt um Suðurland.

Ungmennin voru afar ánægð með ferðina hingað og klúbbarnir telja að búðirnar hafi heppnast vonum framar.

Fyrri greinMunaði 0,04% á lægstu tilboðunum
Næsta greinBestu brownies í bænum