Vel heppnaður fyrirlestur á Hellu

Fyrirlestur með Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, íþróttafræðingi og knattspyrnuþjálfara, sem haldinn var í safnaðarheimilinu á Hellu í gær var fjölsóttur og vel heppnaður.

Fyrirlesturinn var samstarfsverkefni Ungmennafélagsins Heklu, Íþróttafélagsins Dímonar, Íþróttafélagsins Garps, Ungmennafélagsins Framtíðarinnar, Knattspyrnufélags Rangæinga og foreldrafélaga grunnskólanna á Hvolsvelli, Laugalandi og Hellu.

Á fyrirlestrinum fjallaði Sigurður Ragnar um hvað þarf til að ná árangri í íþróttum og öðru því sem maður tekur sér fyrir hendur og var gerður virkilega góður rómur að erindi Sigurðar og þessu framtaki félaganna í Rangárþingi.

Fyrri greinHrunamönnum hugnast ekki skattaparadísir
Næsta greinBókaupplestur og jólasýning í Húsinu