Vel á annað þúsund manns heimsóttu skóginn

Síðustu ár hefur Skógrækt ríkisins í Haukadal boðið fólki að koma í skóginn og fella sér jólatré fyrir jól. Margir hafa þegið boðið en áætlað er að allt að 1.500 manns komi í skóginn þessa daga.

Hefur jólatrjáasalan verið í tengslum hin vinsælu jólahlaðborð sem haldin eru á Hótel Geysi. Á heimasíðu Skógræktar ríkisins kemur fram að áætlað sé að um 1.000-1.500 manns komi í skóginn og njóti náttúrufegurðarinnar og veðurblíðunnar þá fjóra daga sem fólki er boðið í skóginn.

Boðið var á eldbakaðar skonsur, kaffi og kakó í K.Kirk húsinu og tónlistarmenn sungu og spiluðu jólalög.

Heimasíða Skógræktarinnar

Fyrri greinÓttast ekki að mjúkhýsið fjúki
Næsta greinMest lesnu fréttir ársins