Vel á annað hundrað manns við leit

Núna um klukkan 22:30 voru 145 björgunarsveitarmenn að leita við Hvítá að manninum sem féll í Gullfoss síðdegis í dag.

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nýtt til leitarinnar en auk þess notast björgunarsveitarmenn við bíla, báta og vatnasleða, svo eitthvað sé nefnt.

Ætlunin er að leita áfram fram á nótt með útkíkki í nótt og í fyrramálið verður leit haldið áfram.

Björgunarmenn eru að leita á brún gljúfursins fyrir neðan Gullfoss við mjög erfiðar aðstæður þar sem brúnin er hál. Eins eru bátar að leita neðar í Hvítá. Ferðaþjónustuaðilar hafa einnig lánað búnað til leitarinnar.

Að sögn lögreglunnar er ekki vitað hver maðurinn er, en hann virðist hafa verið einn á ferð.

Fyrri greinÞrjú mörk Rangæinga á lokakaflanum – Árborg gerði jafntefli
Næsta greinSölvi kominn heim