Veitir ekki af stærri sal

Mikil aukning ferðamanna kallaði á stækkun veitingastaðarins Café Mika í Reykholti í Biskupstungum og að sögn eigendanna, Bozenu og Michal Jozefik, hefur breytingin tekist vel.

Þau segja lagerinn nánast tæmast um helgar, ekki síst heimagerða konfektið, sem nýtur gríðarlegra vinsælda.

Þessa dagana standa yfir tvær sýningar í tvískiptum sal veitingastaðarins; annars vegar myndlistarsýning á verkum eftir Maríu Burstedt frá Syðri Reykjum í Biskupstungum, en þetta er hennar fyrsta sýning. Hefur hún fengið frábærar viðtökur og nánast öll verkin seld. Þá er í innri sal ljósmyndasýning á vegum Pozytywni, sem er félag pólskra ljósmyndara á Íslandi. Sú sýning er einnig sölusýning.

Með stækkuninni er nú leyfi fyrir 130 manns í sæti á veitingastaðnum, og er hægt að loka á milli og hafa tvo smærri sali, sem kom sér m.a. vel á meðan á HM í knattspyrnu stóð, að sögn Bózenu.

Fyrri greinEnginn staðinn að ölvunar- eða fíkniefnaakstri
Næsta greinAllir hættir lundaveiði að eigin frumkvæði í Mýrdalnum