Veit einhver hvar þú ert?

Mikil vakning hefur orðið í heilsueflingu hér á landi undanfarin ár og hafa fjölmargir hafa gert útivist að föstum lið í sínu daglegu lífi.

Reglulega birtast fréttir af störfum björgunarsveita þegar þær koma fólki til bjargar og ættu þær að vera áminning um að gæta að örygginu áður en farið er af stað. Jafnvel þó fara eigi í styttri gönguferðir er mikilvægt að láta einhvern nákominn vita hvert eigi að hald og hvenær áætlað sé að koma heim aftur. Þessi undirbúningur getur skipt sköpun ef eitthvað óvænt kemur uppá.

Yfir sumarmánuðina þegar bjart er hafa margir farið í gönguferðir að loknum vinnudegi en þegar dagurinn styttist og myrkt er orðið er meiri hætta á að rata í villur.

Í frétt á vis.is eru gefin nokkur góð ráð ef fara á í dagsparts gönguferð:

  • Láttu vita af ferðum þínum og hvenær vænta megi heimkomu.
  • Hafðu farsíma með í för með nægri hleðslu og 112 snjallsímaforritinu.
  • Gakktu stikaðar gönguleiðir.
  • Vertu í góðum gönguskóm.
  • Vertu í góðum hlífðarfatnaði sem er regn- og vindheldur.
  • Hafðu húfu, vettlinga og hlý föt meðferðis.
  • Taktu orkuríkt nesti og vökva með.
  • Best er að vera ekki einn á ferð.
Fyrri greinÓlympíufari og þjálfari stjórnuðu æfingum á Selfossi
Næsta greinNýr bæklingur Markaðsstofunnar