Veistu um teikninguna af Kjarvalsbrúnni?

Þessa mynd af byggingarframkvæmdunum og brúarstæðinu tók Gunnlaugur Róbertsson, starfsmaður VJP, í lok mars 2022.

Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs á vestursvæði rís hratt þessa dagana í Landbrotinu og verður húsið tilbúið áramótin 2022 og 2023. Næst á dagskrá er þá að byggja brú yfir Skaftá, frá gestastofunni að íþróttamiðstöðinn á Kirkjubæjarklaustri.

Sagt er að Jóhannes Kjarval hafi teiknað skyssu sem sýndi brú yfir ána. Kjarval þótti bæjarstæðið á Kirkjubæjarklaustri njóta sín best, séð frá hólunum sunnan við ána og hann skyssaði því upp brúna. Margir segjast hafa séð þessa teikningu en hún finnst hvergi í dag.

Skrifstofa Skaftárhrepps leitar nú að einhverjum vísbendingum um hvar teikninguna er að finna. Þeir sem hafa einhvern grun um það eru beðnir um að hafa samband í netfangið kynning@klaustur.is.

Fyrri greinEr uppselt í Árborg?
Næsta greinÞað var uppselt í Árborg