Veikur ferðamaður braust inn

Lögreglan á Hvolsvelli fékk tilkynningu um innbrot í sumarhús við Vík í Mýrdal í vikunni. Máli er upplýst en erlendur ferðamaður braust inn í húsið.

Lögreglan fór á staðinn og upplýsti málið en sá sem framdi innbrotið var ferðamaður af erlendum upprunaog gekk hann ekki heill til skógar andlega að talið er.

Maðurinn mun vera undir læknishendi í Reykjavík.