Veikur ferðamaður á Fimmvörðuhálsi

Erlendur ferðamaður veiktist í göngu á Fimmvörðuhálsi um miðjan dag í dag en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fann maðurinn fyrir verk fyrir brjósti.

Björgunarsveitarmenn fluttu manninn niður af hálsinum í sjúkrabíl sem ók honum á Hvolsvöll. Þaðan var hann svo fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Hvolsvelli á Landspítalann í Reykjavík.

Fyrri greinDramatík, með stóru D-i, á Akureyri
Næsta greinVel heppnað gæðingamót Smára