Veiktist á Miðfelli

Björgunarsveitarfólk úr Árnessýslu og sjúkraflutningamenn frá Selfossi eru nú komin niður af Miðfelli í Hrunamannahreppi með mann er veiktist er hann var þar á göngu.

Bera þurfti manninn um 1,5 km í börum og hluta leiðarinnar þurfti að tryggja börunar með línum þar sem yfir gil var að fara.

Manninum var komið i sjúkrabíl er beið hans og verður hann fluttur á sjúkrahús.

Fyrri greinMjög alvarlegt umferðarslys við Pétursey
Næsta greinBanaslys við Klifanda