Veiðimaður í vanda við Sporðöldulón

Mynd úr safni. Ljósmynd/Rúnar Steinn Gunnarsson

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út klukkan hálf níu í kvöld eftir að tilkynning barst um veiðimann í vandræðum í grennd við Sporðöldulón, austan við Sultartanga.

Maðurinn finnur ekki bílinn sinn og er einn á ferð.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að björgunarsveitarfólk og lögregla hafa reynt að staðsetja manninn út frá farsímanum hans og nálgist nú staðinn þar sem talið er að maðurinn sé.

Fyrri grein„Mín andlega næring felst í því að búa til eitthvað fallegt“
Næsta greinMikilvægt að húsnúmer séu sýnileg