Veiðimaður í sjálfheldu við Skaftá

Frá aðgerðum björgunarsveita við Skaftá. Ljósmynd/Landsbjörg

Um klukkan 14 í dag barst björgunarsveitum á Suðurlandi beiðni um aðstoð frá veiðimanni sem var í sjálfheldu við Skaftá, nálægt Kistufelli í Skaftárhreppi.

Maðurinn var á veiðium ásamt öðrum manni þegar hann lenti í sjálfheldu í brattlendi vegna hálku.

Björgunarsveitarfólk fór vel búið á vettvang, fann manninn og náðu að hjálpa honum úr sjálfheldunni og aðstoða veiðimennina báða niður af svæðinu.

Annir hafa verið hjá björgunarsveitum Landsbjargar í dag, því þegar útkallinu í Skaftárhreppi var að ljúka barst tilkynning um göngumann sem var villtur í kolniðamyrkri við Móskarðshnjúka í Kjósarhreppi. Mikill fjöldi björgunarsveitarmanna er komin á svæðið til leitar og sækja að manninum úr nokkrum áttum.

Frá aðgerðum björgunarsveita við Skaftá. Ljósmynd/Landsbjörg
Fyrri grein„Náttúran kveikir í mér sköpunarkraftinn“
Næsta greinHlynur Torfi byrjar keppnisferilinn af krafti