Veiðidagur Alviðru á sunnudaginn

Ljósmynd/Aðsend

Veiðidagur Alviðru verður haldinn sunnudaginn 17. ágúst næstkomandi og þá eru allir velkomnir til þess að veiða í Soginu fyrir landi Alviðru, sem er rómað fyrir fegurð og stórfiska.

Það eru Alviðrunefnd og veiðifélagið Starir sem bjóða fólki með veiðiáhuga að fræðast og veiða í Soginu. Veitt verður á flugu.

Mæting er við Alviðrubæ kl. 14. Sagt verður frá veiðum í Soginu, skipt í hópa og vísað til veiðistaða. Leiðsögumaður frá Störum ráðleggur veiðimönnum.

Dagskránni lýkur um kl. 17:00 en í lok dags verður kakó, kaffi og kleinur í boði í Alviðru.

Áhugasamir veiðimenn eru beðnir um að tilkynna nöfn veiðimanna í tölvupósti til s@sigurdurarni.is. Þau sem fyrst skrá þátttöku ganga fyrir ef mikill fjöldi vill veiða.

Fyrri grein180 ára afmæli Búrfellskirkju fagnað í blíðskaparveðri
Næsta greinJAE kaupir Hótel South Coast