Veiðivötn opna samkvæmt áætlun þrátt fyrir fannfergi

Veiðitímabilið í Veiðivötnum hefst kl. 15 fimmtudaginn 18. júní samkvæmt áætlun. Í vikunni var rudd leið í gegnum skaflana en eins og sést á myndinni eru sums staðar snjógöng og þar getur verið vatnsagi í leysingum.

Næstu daga er spáð asa hláku og rigningu á svæðinu svo líklega verður víða talsvert vatn. Veiðimenn eru beðnir að huga að aðstæðum en eins og ástandið eru núna ætti að vera fært fyrir alla jeppa.

Upplýsingar um færð og ástand vega verða uppfærðar að kvöldi 17. júní.

Innan vatnasvæðisins eru víða mikilir skaflar. Menn eru hvattir til að virða reglur um utanvegaakstur, halda sig við færa vegarslóða, og ganga að vötnunum frekar en að reyna að aka ófæra vegi.

Víða er mikill snjór á svæðinu og ljóst að nóg verður af snjó í allt sumar til að kæla aflann.

Fyrri greinAnna Margrét 105 ára í dag
Næsta greinJónsmessuhátíðin á Eyrarbakka um helgina