Veiðimanninum haldið sofandi

Veiðimanni sem féll í Þingvallavatn um hádegisbil í dag er nú haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans.

Maðurinn sem er rúmlega sjötugur Íslendingur var einn á ferð á veiðistað úti í vatninu en annar veiðimaður nokkuð frá honum sá þegar þessi missti fótanna og féll.

Sá óð þegar í land og hljóp nærri kílómeters leið að slysstaðnum og óð eftir einstigi út að þeim sem féll og náði til hans út á nokkru dýpi með veiðibúnaði sínum og þannig að draga hann að sér og síðan að landi þar sem hann hóf endurlífgunartilraunir.

Maðurinn var meðvitundarlaus og var fluttur eins og áður hefur komið fram, með þyrlu LHG á sjúkrahús í Reykjavík.

Fyrri greinVeiðimaður fannst meðvitundarlaus
Næsta greinNíu sækja um forstjórastólinn í MAST