Veiðihús og réttur seldust ekki

Ekki tókst að selja veiðihús og veiðirétt í Soginu en Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsti fyrir um mánuði síðan þessar eignir til sölu.

Um er að ræða glæsilegt veiðihús sem hreppurinn leigði Stang­veiði­félagi Reykjavíkur um árabil. Sex tilboð bárust en sveitarstjórn ákvað að hafna þeim öllum. Var ákveðið að leita tilboða í heilsársleigu á ánni og húsinu til næstu þriggja ára en tveir aðilar höfðu greint frá áhuga sínum á að leigja í stað þess að kaupa.

Fyrri greinLárus Jón: Spennandi tímar framundan
Næsta greinNjála lesin í Hvolsskóla