Veiðimenn við Ölfusá brosa út að eyrum

Veiðimenn á bökkum Ölfusár hafa verið hæstánægðir síðustu daga en áin er nú komin yfir 400 fiska.

Við lok veiðidags í gær voru komnir 405 fiskar á land, 360 laxar og 45 urriðar og bleikjur. Í síðustu veiðiviku veiddust 127 fiskar, þar af 108 laxar.

Þetta er miklu betri veiði en í fyrrasumar þar sem áin endaði í 118 löxum.

Laxveiðin í Ölfusá eykst yfirleitt eftir því sem líður á sumarið og því má gera ráð fyrir því að sumarið 2015 muni velgja metsumrinu 1978 undir uggum, en þá veiddust 577 laxar í ánni.

Fyrri greinVegan bláberjaís
Næsta greinHátíðarsamkoma í tilefni 250 ára afmælis Hússins