Veiðimaður varð fyrir slysaskoti

Uppúr klukkan sjö í morgun barst lögreglu tilkynning um mann sem varð fyrir slysaskoti á Helluvaðssandi norðaustan við Hellu.

Maðurinn var inni í byrgi að búa sig undir fuglaveiði þegar skot hljóp úr byssu, sem hann var með, í fót hans.

Ekki liggur fyrir hve mikið maðurinn er slasaður en sjúkrabifreið kom á staðinn og flutti hann á slysadeild.