Veiðidagur fjölskyldunnar í Ölfusá

Á morgun, sunnudaginn 28. ágúst, býðst öllum þeim sem áhuga hafa á stangveiði að veiða á veiðisvæði Stangaveiðifélags Selfoss í Ölfusá.

Stjórn félagsins hvetur fjölskyldufólk til að koma með börn og barnabörn til að leyfa þeim að veiða.

Veitt er frá kl 07:00 – 13:00 og svo frá 15:00 – 21:00 og eru allir velkomnir.