Veiðidagur fjölskyldunnar í Ölfusá

Stangveiðifélag Selfoss býður allri fjölskyldunni í veiði í Ölfusá sunnudaginn 10. ágúst á sérstökum veiðidegi fjölskyldunnar.

Þetta er árlegur viðburður hjá stangveiðifélaginu og hefur notið vaxandi vinsælda hjá íbúum.

Þennan dag getur öll fjölskyldan mætt milli 7:00 – 13:00 og svo 16:00 til 22:00 og prófað að veiða án endurgjalds.

Frábært tækifæri fyrir alla til þess að koma og veiða og um leið kynnast nátturfegurðinni við bakka Ölfusár.

Fyrri greinAldamótahátíð á laugardaginn
Næsta greinViltu taka þátt í Delludegi?