Vegvísir fyrir ferðaþjónustuna kynntur

Á dögunum kynntu Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar nýjan vegvísi fyrir ferðaþjónustuna og að Stjórnstöð ferðamála hafi verið sett á laggirnar.

Um samstarf stjórnvalda, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar er að ræða.

Boðað er til kynningarfundar um vegvísinn á Selfossi mánudaginn 12. október. Á fundinum munu Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF kynna vegvísinn og nýja sýn í ferðaþjónustunni.

Fundarstjóri verður Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar.

Fundurinn fer fram í Tryggvaskála og hefst kl. 17.00.

Heitt á könnunni – allir velkomnir!

Nánari upplýsingar um vegvísi í ferðaþjónustu er að finna hér.

Fyrri greinHundruðir kvöddu kaupmanninn á horninu
Næsta greinSIADV fékk viðurkenningu Vakans