Vegum lokað víða gangi spáin eftir

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Grétar Guðmundsson

Spáð er aftakaveðri víða á landinu á morgun og miðvikudag og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun sem gildir frá kl. 15 á morgun, þriðjudag.

Búast má við samgöngutruflunum og lokunum á vegum og hefur Vegagerðin gefið út töflu varðandi líklegar veglokanir og má sjá hana hér að neðan. Reynt verður eftir fremsta megni að halda aðalleiðum opnum.

Fólki er bent á að ganga frá lausum munum og sýna varkárni. Dregur úr vindi aðfaranótt miðvikudags, en bætir þá í vind undir Eyjafjöllum og má búast við 23-33 m/s á þeim slóðum þar til seint á miðvikudag.

Vegnr.VegkafliMöguleg lokun
1 og 39Suðurlandsvegur (frá Rauðavatni að Hveragerði) um Hellisheiði og Þrengslikl.12:00 þriðjudag 10.des

til kl.13:00 miðvikudag 11.des

1Markarfljót undir Eyjafjöllumkl.15:00 þriðjudag 10.des

til kl.16:00 miðvikudag 11.des

1Vesturlandsvegur um Kjalarneskl.13:00 þriðjudag 10.des

til kl.13:00 miðvikudag 11.des

1Vesturlandsvegur um HafnarfjallKl.14:00 þriðjudaginn 10.des

til kl.13:00 miðvikudag 11.des

36 og 365Mosfellsheiði og LyngdalsheiðiKl.13:00 þriðjudaginn 10.des

til kl.13:00 miðvikudagin 11.des

41ReykjanesbrautKl.12:00 þriðjudaginn 10.des

til kl.13:00 miðvikudaginn 11.des

43GrindavíkurvegurKl.12:00 þriðjudaginn 10.des

til kl.13:00 miðvikudaginn 11.des

427SuðurstrandarvegurKl.13:00 þriðjudaginn 10.des

til kl.13:00 miðvikudaginn 11.des

Fyrri greinKom akandi undir áhrifum til skýrslugjafar hjá lögreglu
Næsta greinBarn varð undir bíldekki