Vegum lokað í varúðarskyni

Hjálparsveit skáta í Hveragerði við lokunarpóst hjá hringtorginu við Hveragerði. Ljósmynd/Landsbjörg

Vegagerðin reiknar með að eftirfarandi vegir á Suðurlandi verði á óvissustigi og jafnvel lokaðir eftir miðnætti vegna veðurs.

Hellisheiði, Þrengslum, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði verður lokað klukkan 2 í nótt og staðan tekin á nýjan leik í hádeginu á þriðjudag.

Suðurstrandarvegi verður lokað klukkan 1 í nótt og staðan tekin að nýju klukkan 9 á mánudagsmorgun.

Suðurlandsvegi milli Selfoss og Hveragerði verður lokað klukkan 2 í nótt og Árborgarhringnum klukkan 3 í nótt. Suðurlandsvegi verður sömuleiðis lokað klukkan 3 í nótt á milli Selfoss og Víkur og nýjar upplýsingar um færð á þessum leiðum koma klukkan 9 eða 10 á mánudagsmorgun.

Búast má við að vegurinn um Reynisfjall verði lokaður fram eftir degi og jafnvel allan daginn.

Skeiðarársandur verður lokaður frá klukkan 4 í nótt og nýjar upplýsingar um færð komi klukkan 10 í fyrramálið.

Smelltu hér til þess að skoða lokunarplan Vegagerðarinnar

Fyrri greinHættustigi Almannavarna lýst yfir
Næsta greinÉg óska eftir þínum stuðningi