Vegum lokað við Laugarvatn á laugardag

Á laugardag fer hjólreiðakeppnin KIA Gullhringinn fram á Laugarvatni. Í samráði við Vegagerð og Lögreglu er verið að vinna að eftirfarandi lokunum á vegunum í kringum Laugarvatn til að létta á og auka öryggi bæði akandi og hjólandi umferðar.

Í tilkynningu frá keppnisstjórn segir að lokanirnar séu ekki staðfestar en ágætt sé fyrir ökumenn að huga að því að á laugardag mætti búast við tímabundnum aðkeyrslu lokunum að Laugarvatni.

1. Ber að nefna lokun inn á Lyngdalsheiði frá Þingvöllum á milli 15:50 til ca 16:20 og svo aftur á sama stað frá ca 19:00 til 19:30. (hægt er að fara hjáleið niður þingvallaleið og upp Grímsnes)

2. Þá verður lokað verði frá Geysi að Laugarvatni í 30 mínútur frá kl 15:45 til ca 16:30. ( hægt að keyra niður Biskupstungnabraut og upp frá Svínavatni eða um Reykjaheiði )

3. Að lokum verður lokað frá Svínavatni að Laugarvatni frá 15:20 til 16:10 í ca 30 mínútur og svo verður lokað í báðar áttir til og fá Laugarvatn -Svínavatn frá ca 18:30 til 19:30 en þá verður hægt að koma að Laugarvatni lengri leiðina yfir Reykjaheiði.

Lokanirnar frá 15:45 til 16:30 létta á umferðinni í gegnum Laugarvatn þegar keppendur ræsa frá Laugarvatni. Seinni lokanirnar eru svo til að tryggja öryggi keppendanna þegar þeir koma hjólandi í mark á Laugarvatni.

„Þetta er EKKI endanlegt og sett hér fram með fyrirvara en um leið viljum við koma þessu í umræðuna strax þannig að allir séu meðvitaðir um þetta og þetta valdi daglegu lífi fólks sem minnstu raski. Alltaf verður hægt að fara hjáleið þó hún taki hugsanlega lengri tíma. Að sjálfssögðu á lokunin ekki við um neyðatilfelli og forgangsakstur en laugardagskvöldið 25. ágúst verður þó hvergi öruggara að vera en á Laugarvatni þar sem læknir, lögregla, sjúkraflutningar og björgunarsveitir verða í massa vís þetta kvöld,“ segir í tilkynningu frá keppnisstjórn.

Allar vinsamlegar ábendingar um það sem betur má fara má senda í netfangið gullhringurinn@gullhringurinn.is

Fyrri greinJóhann fékk 1. verðlaun í hönnunarsamkeppni
Næsta greinEmil og Ragnar í æfingahóp ásamt Collin og Danero