Vegum hugsanlega lokað síðdegis

Mynd úr safni. sunnlenska.is

Fram að miðnætti verður sums staðar stormur sunnanlands. Hviður allt að 35-40 m/s undir Eyjafjöllum og í Mýrdal.

Á Hellisheiði og á Mosfellsheiði verður hríðarveður, skafrenningur og blint einkum frá klukkan sex og fram að miðnætti, með vind á bilinu 16-20 m/s.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni þarf hugsanlega að grípa til lokunar vega á meðan versta veðrið gengur yfir.

Einnig verður stormur í Öræfum fram á nótt.

Klukkan 15:30 var hálka eða hálkublettir á flestum leiðum á Suðurlandi en þæfingsfærð í Grafningi. Hálkublettir og hvassviðri er undir Eyjafjöllum og vestan Víkur. Óveður er á Reynisfjalli og hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni.

Fréttin verður uppfærð ef kemur til lokana.

Fyrri greinBjarni íþróttamaður Bláskógabyggðar 2017
Næsta greinFornar hafnir – einstök ljósmyndabók