Vegstyrkjum úthlutað til sumarhúsaeigenda

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur ákveðið að veita nítján félögum frístundabyggða og sumarhúsaeigenda styrki til vegbóta.

Þetta er gert samkvæmt reglum sveitarfélagsins um vegbætur í frístundabyggð.

Alls sóttu 26 aðilar um styrk til sveitarfélagsins og mat samgöngunefnd umsóknirnar útfrá úthlutunum síðustu ára, hversu nýlegir vegirnir eru, hversu löng heildarvegalengd hvers hverfis er og fjölda lóða og húsa í viðkomandi hverfi.

Heildarupphæð styrkja var 2,8 milljónir króna og stærstu styrkina að upphæð 300 þúsund krónur fengu sumarbústaðaeigendur í Bjarkarborgum, Hólaborgum, Norðurkotslandi og Hestvík.

Fyrri greinUnnið að landbótum í Selvoginum
Næsta greinLærið brann í ofninum