Veglokanir í uppsveitunum vegna KIA Gullhringsins

Ljósmynd/Aðsend

KIA Gullhringurinn ein umfangsmesta og vinsælasta hjólreiðakeppni landsins verður haldin á Laugarvatni í dag.

Keppnin er haldin ár hvert og hjólað um margar þekktustu náttúruperlur Íslands um leið og hjólað er um þekktustu söguslóðir þjóðarinnar, Skálholt, Bræðratungu svo ekki sé nú minnst á Þingvelli.

Vegurinn frá Laugarvatni (37) í átt að Geysi verður lokaður frá gatnamótunum við Biskupstungnabraut í átt að Laugarvatni milli kl 18.00 og 19.00. Einnig verður Laugarvatnsvegur frá Laugarvatni að Svínavatni lokaður í áttina að Laugarvatni frá kl 19:30 meðan keppendur fara þar um. Reikna má með töfum á umferð í á Laugarvatnsvegi, Biskupstungnavegi, Þingvallavegi og Lyngdalsheiði frá kl 18.00 meðan keppnin fer fram.

Fyrri greinÁrborg og Hamar unnu mikilvæga sigra
Næsta greinTíðindalítið á Selfossi