Veglegur vinningur á Selfossi

Mynd/Viking Lotto

Einn var með al-íslenska þriðja vinninginn í Víkingalottóinu í kvöld og var miðinn seldur hjá N1 á Selfossi.

Vinningshafinn hlýtur að launum tæpa 1,8 milljón króna, eða nákvæmlega 1.786.060 krónur.

Víkingalottótölur kvöldsins voru 2 – 15 – 20 – 30 – 36 – 46. Víkingatalan var 2.

Alls voru 6.056 vinningsmiðar seldir á Íslandi í þessum útdrætti en enginn náði að landa fyrsta vinningi þessa vikuna og verður potturinn því fjórfaldur í næstu viku.

Fyrri greinSystkini Íslandsmeistarar í víðavangshlaupi
Næsta grein„Hef mikinn metnað fyrir því að gera þetta vel“