Vegleg gjöf frá Sólrúnu og Lárusi

Á litlu jólunum færðu barnabörn Sólrúnar Ólafsdóttur og Lárusar Valdimarssonar á Kirkjubæjarklaustri leikskólanum Kærabæ fartölvu og prentara að gjöf frá ömmu og afa.

Áður en gjöfin var afhent sagði Sólrún frá því hvernig leikskólinn á Klaustri byrjaði. Hægt er að finna þessa frábæru frásögn Sólrúnar hér á heimasíðu leikskólans.

Forráðamenn leikskólans vilja koma á framfæri kærum þökkum til Sólrúnar og Lárusar fyrir þessa veglegu gjöf.