Vegirnir nánast einn drullupyttur

„Vegurinn er nánast ófær, það er ekki hægt að bjóða okkur upp á þetta. Vegagerðin verður að fara að vakna og gera eitthvað í þessum vegamálum hér í sveitinni svo fólk komst um vegina,“ segir Sigurður Jónsson, skólabílstjóri í Austur-Landeyjum.

Hann er búinn að fá sig fullsaddann af malarvegum, sem hann ekur fjórum til sex sinnum á dag í vinnu sinni. Fyrr í vikunni var hann næstum því búinn að festa skólabílinn í drullusvaði en Sigurður segir vegina vera nánast einn drullupytt.

„Þetta hefur aldrei verið svona slæmt eins og í vetur en ég hef keyrt skólabílinn í níu ár á þessari leið,“ bætti Sigurður við.

Fyrri grein100 milljónir til SASS
Næsta greinBjörgunarsveitir sækja blauta og kalda göngumenn