Vegi við Seyðishóla lokað

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur ákveðið að loka vegin­um frá Seyðishólum sem liggur í vesturátt.

Ástæðan er sú að sumar­húsa­eigendur hafa ítrekað kvartað vegna þunga­flutninga úr námu sem er í suðurhluta Seyðis­hóla og nýlega sendi Félag sumarhúsaeigenda í Ker­hrauni sveitarstjórn Grímsnes- og Grafn­ings­hrepps kröfu um að námunni yrði lokað eða að komið yrði í veg fyrir efnistöku úr henni.

Námu­eigand­inn sem nytjar námuna getur þó ekið með efnið úr henni í austurátt og út á Búrfellsveginn.

Sumarhúsaeigendur munu þó ekki vera fyllilega sáttir við þessi málalok og vilja að umræddur vegur verði byggður upp.