Vegi lokað við Ljótapoll

Ljótipollur, séð til suðurs. Ljósmynd © Mats Wibe Lund

Veginum vestan megin við Ljótapoll í Friðlandi að Fjallabaki, sem liggur upp á gígbarminn, hefur verið lokað vegna mikils rasks.

Brekkan upp á gígbarminn er illfær og veldur umtalsverðu raski á hlíðum gígsins sem hefur áhrif á ásýnd svæðisins. Bílastæði er við rætur Ljótapolls og tekur einungis um 10 mínútur að ganga frá bílastæðinu upp á gígbarminn. Einnig er hægt að aka norðan megin við gíginn og upp á gígbarminn. Umhverfisstofnun bendir á að vegurinn að Ljótapolli er seinfarinn og einungis fær vel útbúnum jeppum.

Að sögn Umhverfisstofnunar er megintilgangurinn með þessari aðgerð er að koma í veg fyrir frekara rask á hlíðum gígsins og bæta þannig ásýnd og upplifun gesta á svæðinu.

Fyrri greinRangárþing Ultra um næstu helgi
Næsta greinFótbrotnaði í Reykjadal