Vegfarendur duglegir að tilkynna um undarlegt ökulag

Lög­regl­an á Suður­landi stöðvaði 58 öku­menn fyr­ir of hraðan akst­ur um Hvítasunnuhelgina og átta voru drukkn­ir und­ir stýri.

Mbl.is greinir frá þessu en þeir sem voru stoppaðir voru tölu­vert ölvaðir og hrósaði lög­regl­an á Suður­landi þeim veg­far­end­um sem hringdu til að til­kynna um und­ar­legt öku­lag. Einhverjir þeirra sem óku skrykkjótt voru þó ekki ölvaðir, heldur að meðhöndla símtæki undir stýri.

Frá því klukk­an 7 á föstu­dags­morg­un og til 23 í gærkvöldi voru fjór­ir tekn­ir fyr­ir að aka und­ir áhrif­um fíkni­efna.

Meðal annars var ein stúlka stöðvuð á 119 km/klst hraða. Þegar lögreglan hafði afskipti af bílnum reyndi stúlkan að skipta um sæti við farþega í fram­sæti en sá var einnig und­ir áhrif­um fíkni­efna. Stúlk­an var bú­inn að missa öku­rétt­ind­in, var ofurölvi og einnig und­ir áhrif­um fíkni­efna. Þau fengu að sofa úr sér í fanga­klefa og voru yf­ir­heyrð þegar þau voru skýrslu­hæf.

Frétt mbl.is

Fyrri greinFSu krækti í silfrið á Íslandsmótinu
Næsta greinJörð skalf við Raufarhólshelli – Lítilsháttar hrun í hellinum