Vegfarendur beðnir um að vera ekki á ferðinni

Mynd úr safni. sunnlenska.is/SIgurður Gísli Guðjónsson
Vegfarendur eru beðnir að vera ekki á ferðinni á Þjóðvegi 1 á milli Hvolsvallar og Víkur milli kl. 18 og 22 í kvöld þar sem reiknað er með miklu hvassviðri. Jafnvel getur komið til lokunar á þessum kafla.

Einnig eru vegfarendur varaðir við að vera á ferðinni í Öræfasveit á sama tíma.

Vegur 218 sem liggur út í Dyrhólaey er nú lokaður þar sem vatn flæðir yfir veginn.

Það hvessir mikið við suðurströndina og í Öræfum með kvöldinu. Austan 22-28 m/s frá kl. 17 til 22 undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og Fljótshlíð og eins í Öræfum.

Vindhviður allt að 50 m/s þar sem verst lætur en víða 35-45 m/s.

Fyrri greinÞakkarbréf frá Sunnulækjarskóla
Næsta greinÞórsarar fallnir úr bikarkeppninni