Vegfarandi kom að tómum kofanum

Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á Suðurlandi er ennþá með í vörslu sinni ófeðraðan timburskúr sem féll af flutningabíl eða vagni á Suðurstrandarvegi á dögunum.

Það var vegfarandi sem kom að tómum kofanum á veginum rétt vestan við Hlíðarvatn að kvöldi 8. febrúar og tilkynnti lögreglunni um málið. Óhætt er að segja að þetta mikla framboð húsnæðis á veginum hafi verið umfram eftirspurn en lögreglan telur að kofinn hafi verið í betra ástandi skömmu áður en hann fannst, á palli eða kerru.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um tilkomu skúrsins þarna eru beðnir að hafa samband við lögreglu.

TENGDAR FRÉTTIR:
Brotinn kofi á Suðurstrandarvegi

Fyrri greinBjörgunarsveitir fá nýjar færanlegar rafstöðvar
Næsta greinSelfyssingar ekki sannfærandi