Vegbætur í Rangárþingi

Búið er að klára uppbyggingu á um fimm kílómetra löngum kafla ofarlega á Þingskálavegi á ásamt því að leggja nýja klæðningu á vegspottann.

Um er að ræða kaflann frá Örlygsstaðamelum að Svínhaga. Verkið kostaði um 60 milljónir króna og var það verktakafyrirtækið Þjótandi ehf. á Hellu sem sá um það.

Ekki er útlit fyrir frekari framkvæmdir þar á næstunni, en nauðsynlegt þótti að byggja upp umræddan kafla sem þykir sandríkur og erfiður í viðhaldi.

Þá standa einnig yfir framkvæmdir við Landveg, uppbygging vegar og framhald á lagningu slitlags frá Galtalæk um sjö kílómetra langa leið að veginum að Þjófafossi. Kostnaður við þá framkvæmd er um 110 milljónir króna og á lagningu slitlagsins að vera lokið um miðjan september.

Fyrri greinLaxveiðin rólegri en í fyrra
Næsta greinLitlisjór lifnar við