Vegbætur í Flóanum í sumar

Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í endurbyggingu 5,3 km Villingaholtsvegar frá Gaulverjabæjarvegi að Ragnheiðarstöðum, ásamt útlögn klæðingar.

Tilboð í verkið verða opnuð þriðjudaginn 14. febrúar og á verkinu að vera lokið að fullu þann 15. ágúst næstkomandi.

Flóahreppur hefur lagt áherslu á endurbyggingu vegarins og á sveitarstjórnarfundi í gær var fagnað þeim fréttum að búið sé að auglýsa framkvæmdir.

Sveitarstjórn hvetur Vegagerðina til að ljúka framkvæmdum við veg 305 þannig að hann sé allur uppbyggður og með bundnu slitlagi.