Vegavinna í Svínahrauni

Í dag og næstu daga verður unnið við víravegrið á Suðurlandsvegi í Svínahrauni, frá Hamragilsvegi að Litlu Kaffistofunni.

Þrenging verður á annarri akrein að austan í átt til Reykjavíkur og líka á annarri akrein þegar ekið er frá Reykjavík. Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitsemi og virða merkingar verktaka.

Á næstu dögum verður lokað fyrir umferð um brú á yfirfalli við Hrauneyjafossvirkjun á Sprengisandsleið vegi 26 vegna framkvæmda, reikna má með að þær standi fram í miðjan september. Umferð verður hleypt á hjáleið um Hrauneyjafossvirkjun á meðan.

Fyrri greinÞórir aftur þjálfari ársins
Næsta greinDagbók lögreglu: Ökklabrot og hraðakstur