Vegavinna á Hellisheiði

Vegagerðin hefur gefið heimild til viðgerðarvinnu á Hellisheiði til vesturs, í átt að Reykjavík. Vinnan fer fram frá kl. 10 og fram eftir degi.

Þrengt verður að umferð á þeim stöðum sem viðgerðir fara fram en ekki er búist við töfum af þeim völdum.

Vegfarendur eru beðnir um að virða lokanir og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.