Vegalausir menn brutust inn í tóma íbúð

Tveir ölvaðir karlmenn voru handteknir aðfaranótt sunnudags eftir að hafa brotist inn í yfirgefna íbúð í fjölbýlishúsi við Fossheiði á Selfossi.

Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu og yfirheyrðir þegar af þeim var runnið.

Við yfirheyrslu báru þeir að hafa verið vegalausir og vantað skjól og því afráðið að fara inn í íbúðina sem vinur þeirra hafði áður búið í.