Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi frá því klukkan 16 á morgun og fram á nótt. Vegagerðin býst við að Hellisheiði og Þrengsli verði sett á óvissustig frá því klukkan 9 í fyrramálið og fram til klukkan 8 á þriðjudagsmorgun.
Í tilkynningu frá Vegagerðinni má búast við að Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði ásamt Kjalarnesi verði á óvissustigi og jafnvel lokaðir vegna veðurs á þessu tímabili.