Vegagerðin átelur vinnubrögð

Svæðisstjóri suðursvæðis Vegagerðarinnar hefur skrifað sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps bréf og gagnrýnt vinnulag sveitarstjórnar við Vegagerðina vegna klæðninga á heimreiðar í sveitarfélaginu.

Gunnar Þorgeirsson, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, viðurkennir að vinnulag hefði mátt bæta. „Vegagerðinni fannst hún vera afskipt af málum þar til þau voru nánast komin í framkvæmdafasa og klæðningarvinnan nærri hafin,“ segir Gunnar.

Sveitastjórn hefur nú falið samgöngunefnd að vinna í samstarfi við Vegagerðina að framkvæmdaráætlun og kostnaðarmati fyrir næsta ár vegna lagfæringa á heimreiðum.

Fyrri greinSkólabjöllunni hringt gegn einelti
Næsta greinLeitað að vönkuðum ökumanni