Vefir Árborgar í hendur Endor

Sveitarfélagið Árborg og Endor – Vefþjónustan hafa gert með sér samkomulag um að Endor forriti og setji upp vefsvæði Árborgar ásamt því að sjá um viðhald og uppfærslur á vefþjóni.

Vefsvæðið verður sett upp í WordPress vefumsjónarkerfinu en með því að gera það mun hefur Árborg lækkað rekstrarkostnað umtalsvert frá því sem áður var. Þjónustusamningurinn nær til allra vefsvæða sveitarfélagsins en nýverið fór vefur Bókasafns Árborgar í loftið.

Á næstu misserum munu aðrir vefir sveitarfélagsins fylgja í kjölfarið og færast yfir í WordPress vefumsjónarkerfið. Það var auglýsingastofan Hvíta húsið sem hannaði útlitið af vefsíðum Árborgar.

“Með þessum samningi erum við að ná fram mikilli hagræðingu í rekstri á okkar vefsvæðum og erum við hæstánægð með samstarfið við Endor,” segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar.

Endor – Vefþjónustan er sunnlenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem þjónustar ýmis fyrirtæki og einstaklinga á Suðurlandi og víðar. Fyrirtækið byggir vöruframboð sitt og þjónustu á opna hugbúnaðinum WordPress sem nýtur sífellt meiri vinsælda.

Nánari upplýsingar um Endor má finna hér.