Veðurstöðin á Selfossi komin í gagnið

Veðurathuganir hófust loksins á Selfossi í lok júní síðastliðins en þá var ný veðurathugunarstöð Veðurstofunnar í austurbæ Selfoss tekin í notkun.

Stöðin er staðsett á Brávöllum, félagssvæði Hestamannafélagsins Sleipnis. Hægt er að skoða mælingar úr stöðinni hér, á vef Veðurstofunnar.

Eins og sunnlenska.is greindi fyrst frá árið 2010 var það Tómas Ellert Tómasson, þáverandi nefndarmaður í framkvæmda- og veitustjórn Árborgar og núverandi formaður eigna- og veitunefndar, sem lagði fram þá hugmynd að Veðurstofan kæmi upp veðurathugunarstöð á Selfossi, enda veðurfar á Selfossi oft á tíðum ólíkt því sem gerist í næsta nágrenni.

Góðir hlutir gerast hægt og það tók níu ár að koma stöðinni á koppinn og frá því mælingar hófust hefur verið einmuna blíða á Selfossi.

Fyrri greinMetfjöldi ökumanna kærður fyrir hraðakstur
Næsta greinSvarmi safnar og greinir gögn fyrir Landgræðsluna