Veðrið hefur áhrif á strætóferðir

Strætisvagnar á biðstöðinni í Fossnesti á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag, þriðjudaginn 7. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni.

Leið 51: Ferð milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði mun aðeins aka til Hvolsvallar, ef veður leyfir. Ferðin frá Höfn til Reykjavíkur fellur niður í dag. Tvísýnt verður með akstur um Hellisheiðina og Þrengsli þegar líður á daginn.
 
Leið 52: Landeyjahöfn er lokuð og Herjólfur siglir frá Þorlákshöfn í dag. Leið 52 mun því ekki aka lengra en til og frá Hvolsvelli. Aukavagn merktur Herjólfi ekur frá Mjódd til Þorlákshafnar kl. 09:00 og 19:00. Tvísýnt verður með akstur um Hellisheiðina og Þrengsli þegar líður á daginn.
Fyrri greinJólin kvödd á Selfossi
Næsta greinGul viðvörun: Hríðarveður í kvöld