Veðrið að ganga niður

Veður hefur nú gengið niður á Hellisheiði en öngþveiti skapaðist þar í morgun vegna óveðurs. Hjálparsveit skáta í Hveragerði aðstoðaði ökumenn á heiðinni í morgun.

Nokkrir ökumenn lentu í vandræðum bæði á Hellisheiði og í Þrengslum en engir bílar eru stopp inni á veginum. Vegurinn hefur verið saltaður og ruddur svo að færðin er að skána.

Þrátt fyrir mörg óhöpp urðu engin slys á fólki. Tveir bílar ultu í Þrengslunum í morgun og einn fauk útaf en þar sluppu ökumenn og farþegar einnig með skrekkinn.

Afleitt verður var líka við Vík í Mýrdal í morgun, en þar urðu heldur ekki slys.

Fyrri greinEkkert ferðaveður á Heiðinni
Næsta greinÓlöglega staðið að ráðningu læknanema